Tryggvi Guðmundsson hdl.

Tryggvi Guðmundsson hdl.

Ísafjörður

Tryggvi er fæddur á Ísafirði 28. júlí 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968 og embættisprófi í lögfræði árið 1974.

Tryggvi stundaði framhaldsnám í skattarétti við Uppsalaháskóla í eitt ár. Héraðsdómslögmannsréttindi hlaut hann árið 1980 og rétt til að flytja eigin mál fyrir Hæstarétti Íslands 1996. Löggiltur fasteignasali frá 1977.

Tryggvi rak eigin lögmannsstofu á Ísafirði frá árinu 1975 þar til hann gekk til samstarfs við PACTA í ársbyrjun 2006.
Hann hefur einnig rekið eigin fasteignasölu frá árinu 1975 og var stundakennari við Menntaskólann á Ísafirði 1975 til 1977.