Ásta Björk Eiríksdóttir hdl.

Ásta Björk Eiríksdóttir hdl.

Suðurnes Reykjavík

Ásta Björk varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2003. Hún lauk  B.A. prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2008 og meistaraprófi í lögfræði af alþjóðasviði frá sama skóla 2010.

Hún hlaut Héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013.

Ásta Björk starfaði sem lögfræðingur í útibúi Umboðsmanns skuldara í Keflavík árin 2010 til 2011 og á greiðsluaðlögunarsviði sama embættis 2011 til 2012. Hún hóf störf hjá Lögfræðistofu Suðurnesja árið 2012 og gekk til liðs við PACTA Lögmenn í maí 2015.

Ásta Björk skrifaði meistararitgerð á sviði þjóðaréttar og eru mannréttindi henni mjög hugleikin. Hún hefur gaman að útiveru og garðrækt en einna skemmtilegast þykir henni að borða góðan mat með fjölskyldu og vinum.