Elías Kristjánsson

Elías Kristjánsson

Suðurnes

Elías er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. 

Elías varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2010. Hann lauk B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans á Akureyri árið 2014 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2016.

Lokaritgerð hans fjallaði um regluverk evrópsku eftirlitsstofnanna og þýðingu þeirra fyrir íslenskt fjármálaeftirlit. Elías öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2020. 

Elías starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi frá 2016-2017 og sem lögfræðingur hjá Traust Innheimtu frá 2017 til 2018. Elías gekk til liðs við  Pacta lögmenn í janúar 2019.