Elías Kristjánsson

Elías Kristjánsson

Suðurnes

Elías varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2010. Hann lauk B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans á Akureyri árið 2014 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2016.

Lokaritgerð hans fjallaði um regluverk evrópsku eftirlitsstofnanna og þýðingu þeirra fyrir íslenskt fjármálaeftirlit. 

Elías starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi frá 2016-2017 og sem lögfræðingur hjá Traust Innheimtu frá 2017 til 2018. Elías gekk til liðs við  Pacta lögmenn í janúar 2019.