Ásgeir Jónsson hrl.

Ásgeir Jónsson hrl.

Reykjavík

Ásgeir er fæddur í Keflavík þann 21. janúar 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1986. Héraðsdómslögmannsréttindi hlaut hann 1990, leyfi til að flytja mál í Hæstarétti 1998 og hæstaréttarlögmannsréttindi 2008. Hann hlaut löggildingu til sölu fasteigna- og skipa 1995. 

Undanfarin ár hefur Ásgeir aðallega unnið við málflutningsstörf, bæði einkamál og sakamál, unnið við samninga á sviði kröfu- og samningaréttar, lögfræðilega ráðgjöf og leigurétt. 

Ásgeir starfaði sem löglærður fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka 9 frá 1986 til ársloka 1987, gjaldheimtustjóri Suðurnesja 1988 til maí 1990, rak eigin lögmannsstofu í Keflavík, Lögbók, frá maí 1990 til ársloka 2004, en hefur frá þeim tíma starfað sem lögmaður hjá PACTA lögmönnum. 

Ásgeir var ritari Nemendafélags Menntaskólans í Reykjavík (scriba scolaris) 1976 til 1977 og Inspector scholae 1977 til 1978. Hann sat í Stúdentaráði og Háskólaráði Háskóla Íslands 1982 til 1984. Í stjórn Háskólabíós 1985 til 1987. Varamaður í félagsmálaráði Reykjanesbæjar 1994 til 1998 og var formaður í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Suðurnesjum 1999 til 2002.