Páll Arnór Pálsson Hrl.

Páll Arnór Pálsson Hrl.

Reykjavík

Páll Arnór er hættur í föstu starfi hjá Pacta en er nú lögfræðilegur ráðgjafi:

Páll Arnór er fæddur í Reykjavík 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og embættisprófi í lögfræði 1974. Héraðsdómslögmannsréttindi hlaut hann árið 1975 og réttindi hæstaréttarlögmanns 1981.

Hann starfaði 1974-1979 sem fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Páls S. Pálssonar hrl. og eftir það var hann með rekstur eigin lögmannsstofu í samvinnu við Pál S. Pálsson (-1983) og Stefán Pálsson hrl. Síðustu ár rak hann Lögmannsstofu PAP ehf. sem var sameinuð Pacta fyrri hluta árs 2006.

Páll Arnór hefur fengist við hin ýmsu verkefni á sviði almennrar lögmannsþjónustu með aukinni áherslu hin síðari ár á eignarréttarmál og búskipti hvers konar.  Hann hefur flutt fjölda mála fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og m.a. fengist við stundakennslu tengdri þjóðlendumálum og haft umsjón með nokkrum námskeiðum Endurmenntunarstofnunar H.Í. og Lögmannafélags Íslands á sviði sakamálaréttarfars. Þá hefur hann verið skipaður sérstakur Ríkissaksóknari í nokkrum málum. Hann var í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1970-1971, í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1971-1973, í stjórn Lögmannafélags Íslands (varaformaður) 1984-1986, þar áður í varastjórn 1982-1984, í laganefnd félagsins 1979-1981 og gjaldskrárnefnd 1990-1993.

Páll er heiðursfélagi í The American Bar Association (bandarísku lögmannasamtökunum) frá 1984 og verið tengiliður á Íslandi í lögmannasamtökunum The Parlex Group of European Lawyers frá árinu 1986 þar til hann hætti föstu starfi. Hann hefur hefur verið aðalræðismaður Ísraels á Íslandi frá 1993. Hann var í stjórn Félags kjörræðismanna á Íslandi 2005-2018 og formaður félagsins 2015-2018.