Ragnar Baldursson hrl.

Ragnar Baldursson hrl.

Reykjavík

Ragnar er fæddur í Reykjavík 22. mars 1966, hann tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í desember 1988. Ragnar hóf laganám við Lagadeild Háskóla Íslands í september 1989 og lauk embættisprófi frá deildinni í febrúar 1995. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi í mars 1996 og fyrir Hæstarétti Íslands í desember 2007.

Ragnar starfaði sem fulltrúi á lögfræðistofu frá febrúar 1995 til september 1998 en stofnaði þá eigin lögmannsstofu, Lögfræðistofuna Lagalind ehf. Vorið 2006 sameinaðist Lagalind, Lögheimtunni og PACTA.

Ragnar hefur starfað fyrir lífeyrissjóði um langt árabil, bæði við sérhæfða lögfræðiráðgjöf vegna sameininga lífeyrissjóða, breytinga á samþykktum, innheimtu ofl. Þá hefur Ragnar í yfir áratug starfað fyrir fjármálafyrirtæki/verðbréfafyrirtæki við sérhæfða lögfræðiráðgjöf. Fyrir verkalýðsfélög hefur Ragnar lengi starfað bæði félögin sjálf og einnig við innheimtu launakrafna. Auk þessa má nefna rekstur fjölda dómsmála vegna galla í fasteignakaupum, lausafjárkaupum, skaðabótamála og almennrar réttargæslu á sviði fjármunaréttar.

Ragnar hefur starfað að félagsmálum innan knattspyrnu- og golfhreyfingarinnar.