Jón Páll Hilmarsson hdl.

Jón Páll Hilmarsson hdl.

Selfoss

Jón Páll er fæddur árið 1987. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands haustið 2007, einkaflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands árið 2006,
BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2013.

BA-ritgerð: Breytt réttarstaða ábyrgðarmanna. Áhrif á meginregluna um samningsfrelsi og ógilding staðlaðra ábyrgðarskilmála. Meistararitgerð: Heimildir til verðtryggingar að íslenskum rétti. Úrlausnir dómstóla um gengistryggingu lánsfjár.

Jón Páll öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013.

Samhliða námi starfaði Jón Páll hjá Lögmönnum Suðurlandi ehf. og JP lögmönnum ehf.

Jón gekk til liðs við Pacta lögmenn í maí 2013.