Reynir Þór Garðarsson lfr.

Reynir Þór Garðarsson lfr.

Selfoss

Reynir Þór er fæddur árið 1989. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands haustið 2008, BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2016.

Reynir stundaði skiptinám við lagadeild Tilburg University í Hollandi haustið 2014. Hann tók þátt í alþjóðlegu málflutningskeppninni Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot fyrir hönd Háskólann í Reykjavík árið 2016. Meistararitgerð hans fjallaði um beitingu meginreglunar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu.

Samhliða laganáminu starfaði Reynir á lögfræðisviði Arion banka hf. Eftir námslok hóf Reynir störf sem fulltrúi á KM lögmannsstofu ehf.

Reynir gekk til liðs við Pacta lögmenn vorið 2017.