Fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður lögfræðiráðgjöf með áherslu á fyrirtækja- og fjármálarétt.

Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum félagaréttar sem hafa fjölbreytta reynslu af störfum á fjármálamarkaði og við lífeyrismál.

Fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf

Fjármál fyrirtækja

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður víðtæka sérfræðiráðgjöf þegar kemur að fjármálum fyrirtækja. Helstu verkefni okkar á þessu sviði eru aðstoð við;

 • kaup og sölu eigna
 • fjárhagslega endurskipulagningu
 • ráðgjöf vegna starfsemi fyrirtækja
 • samninga við banka og aðra kröfuhafa

Einnig veitum við ráðgjöf er varðar skjalagerð, afleiðusamninga, skuldabréf, víxla og önnur viðskiptabréf.

Félagaréttur

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður þjónustu á sviði félagaréttar, meðal annars aðstoð við;

 • stofnun félaga
 • gerð samþykkta og hluthafasamkomulaga
 • hækkun og lækkun hlutafjár
 • fundarstjórn á hluthafafundum og aðalfundum

Skjalagerð og almenn ráðgjöf á sviði félagaréttar eru í góðum höndum hjá PACTA.

Breytingar á eignarhaldi

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður faglega þjónustu við breytingar á eignarhaldi fyrirtækja. Meðal verkefna á þessum sviðum er ráðgjöf við;

 • kaup og sölu fyrirtækja
 • yfirtökur
 • samruna

Einnig önnumst við lögfræðilegar áreiðanleikakannanir í tengslum við viðskipti með hlutafé og alla almenna skjalagerð við kaup og sölu eignarhluta í félögum.

Regluverk fjármálamarkaðar

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður þjónustu á sviði regluverks fjármálamarkaðar til fjármálafyrirtækja, útgefenda verðbréfa og fjárfesta. Þjónustan felur meðal annars í sér;

 • aðstoð við gerð skráningarlýsinga við almenn útboð verðbréfa eða töku þeirra til viðskipta á skipulögðum markaði
 • skuldabréfaútgáfur
 • samskipti við eftirlitsaðila
 • gjaldeyrismál og regluverk fjármálafyrirtækja

Lífeyrismál

PACTA fyrirtækjaráðgjöf býður almenna lögfræðiráðgjöf og þjónustu til lífeyrissjóða, meðal annars varðandi;

 • samþykktir
 • sameiningar lífeyrissjóða
 • regluvörslu fyrir lífeyrissjóði

Einnig veitir PACTA almenna lögfræðiráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja varðandi lífeyrismál.

Víðtæk lögfræðiráðgjöf og þjónusta

PACTA fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum ráðgjöf á ýmsum fleiri sviðum.
Í okkar hópi eru reynslumiklir sérfræðinga á sviði;

 • vinnuréttar
 • samkeppnisréttar
 • skattaréttar
 • gjaldþrotaréttar
 • eignarréttur
 • verktakaréttar
 • vátrygginga- og skaðabótaréttar
 • opinberra innkaupa og útboðsmála