Greinasafn

Hér höfum við tekið saman safn greina sem við höfum skrifað nýlega. 

Hafir þú spurningar um efni greinarinnar eða vantar aðstoð, hafðu þá samband í síma 440-7900 eða á netfangið pacta@pacta.is

Greinasafn

Fasteignakaup – óháð ráðgjöf

Kaup á fasteign er að jafnaði ein stærsta fjárfesting hvers einstaklings og miklu skiptir að vandað sé til verka. Ávallt skal skoða eignina vel áður en tilboð er gert og leita sér aðstoðar fagmanna ef viðkomandi er í vafa um ástand eignarinnar. Þá er góð regla að hafa hæfilegan fyrirvara á þeim upplýsingum sem fram koma í söluyfirliti og þeim upplýsingum sem seljandi kemur á framfæri. Þótt skylda hvíli á seljanda að greina satt og rétt frá ástandi eignarinnar getur seljandi freistast til að halda óþægilegum upplýsingum leyndum. Aðrir þættir sem skipta máli eru m.a. verð, fjármögnun og mögulegar kvaðir á eigninni.

Lesa meira

Kaupsamningur og söluyfirlit í fasteignaviðskiptum

Strax og fasteignasali fær eign til sölumeðferðar, eða honum er falið að ganga frá kauptilboði og/eða kaupsamningi um eign, sem ekki er til sölumeðferðar hjá öðrum fasteignasala og ekki hefur verið gert söluyfirlit um og afhent kauptilboðsgjafa, skal hann semja söluyfirlit um þau atriði sem skipt geta máli við sölu eignarinnar. Ef upplýsingar í söluyfirliti eru ekki réttar getur það leitt til skaðabótaskyldu seljanda eins og reyndin var í dómi frá 2002. Þar var íbúð skv. söluyfirliti úr steini en í raun voru útveggir íbúðarinnar úr timbri og forskalaðir að innan.

Lesa meira

Kaupsamningur um fasteign - fyrirvarar

Kaupsamningur um fasteign skal vera skriflegur skv. lögum um fasteignakaup en það er undantekning frá þeirri skýru meginreglu að samningar geta verði hvort heldur sem er skriflegir eða munnlegir til að halda gildi sínu. Til að samningur geti talist kaupsamningur um fasteign þarf annars vegar skriflegt tilboð að hafa verið samþykkt af móttakanda þess með undirskrift og hins vegar verður tilboðið að fela í sér skuldbindingu um greiðslu tilgreinds kaupverðs og skuldbindingu um afhendingu eignar. Þannig þarf t.d. ekki að vera samið um hvernig kaupverð skuli greiðast né hvenær eign skuli afhent

Lesa meira

Ráðgjöf til kaupenda fasteigna

Kaup á fasteign er að jafnaði ein stærsta fjárfesting hvers einstaklings og miklu skiptir að vandað sé til verka. Þannig þarf kaupandi að gera upp við sig hvar hann vill búa, hversu dýra eign hann vill eða getur keypt en jafnframt þarf kaupandi að skoða eignina vel áður en tilboð er gert. Margt annað kemur hér til skoðunar sem kaupandi þarf að hafa í huga. Kaupendur geta leitað sér ráðgjafar hjá fasteignasalanum en honum ber skv. lögum að gæta að hag seljanda jafnt sem kaupanda. En kaupendur hafa fleiri möguleika til að leita sér ráðgjafar.

Lesa meira