Bjarni Þór Óskarsson
Lögmaður / ráðgjafi
Bjarni Þór Óskarsson
Lögmaður / ráðgjafi
Bjarni Þór er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Hann hefur starfað hjá Pacta og Lögheimtunni frá 1986.
Helsta sérsvið Bjarna er fjármunaréttur.
Bjarni Þór hefur starfað við lögmennsku í áratugi. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1985 og meistaraprófi frá Tulane University School of Law í Bandaríkjunum 1986. Hann öðlaðist rétt til að flytja mál fyrir héraðsdómsstólum 1989 og fyrir Hæstarétti Íslands 1999.
Á árum áður tók hann að sér stundakennslu við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sem og kennslu ýmissa námskeiða á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Samhliða lögmannsstörfum frá árinu 1993 til 2001 var Bjarni Þór framkvæmdastjóri Menningarsjóðs útvarpsstöðva.
Bjarni Þór er staðsettur í Reykjavík.