Fríða Thoroddsen
Lögmaður
Fríða Thoroddsen
Lögmaður
Fríða er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta frá 2013.
Fríða lauk fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2017. Samhliða laganámi sínu starfaði Fríða hjá Motus og Lögheimtunni og var starfsnemi hjá Rétti lögmannsstofu.
Áður en Fríða hóf nám í lögfræði lauk hún BA prófi í heimspeki og Meistaraprófi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Þá dvaldist hún í Belgíu í tvö ár í námi við Kaþólska háskólann í Leuven og starfaði hjá fastanefnd Íslands hjá NATO og sendiráði Íslands í Brussel.
Fríða er staðsett á Egilsstöðum.
Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.