Ómar Karl Jóhannesson

Lögmaður

omar@pacta.is

Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttur Skipulags- og byggingarlöggjöf Samninga- og kröfuréttur Erfðir og dánarbússkipti Gjaldþrotaskiptaréttur Fjármögnun fyrirtækja Innheimta

Ómar Karl Jóhannesson

Lögmaður

Ómar Karl er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Hann hefur víðtæka reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna en megin verkefni hans hjá Pacta hafa verið á sviði stjórnsýsluréttar, skipulags- og byggingarlöggjafar, umhverfislöggjafar og sveitarstjórnarmála en hann hefur mikla reynslu í flestum málaflokkum sem tengjast starfsemi sveitarfélaga.  Þá hefur hann umfangsmikla reynslu á sviði félagaréttar, fjármögnunar og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja.

Ómar Karl lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2001.

Að loknu lögfræðinámi starfaði Ómar hjá Skipulagsstofnun, Búnaðarbankanum og Landsbankanum, lengst af á fyrirtækjasviði síðarnefnda bankans. Ómar hóf störf hjá Íslandsbanka hf. á árinu 2009 og starfaði þar við fjárhagslega endurskipulagningu stærstu viðskiptavina bankans, þar til hann gekk til liðs við Facta lögfræðiþjónustu í september 2012 sem rúmu ári síðar sameinaðist Pacta.

Ómar Karl er aðallega staðsettur í Reykjavík en er jafnframt með aðsetur á Akranesi sem svæðisstjóri Pacta á Vesturlandi.

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.    Takk fyrir að
    hafa samband