Persónuupplýsingar

Pacta er vörumerki fyrir ráðgjafarþjónustu Lögheimtunnar ehf.

Pacta leggur ríka áherslu á að við meðferð persónuupplýsinga sé gætt að grundvallarsjónarmiðum laga og reglna um persónuvernd, með það að leiðarljósi að tryggja og virða réttindi einstaklinga.

Persónuupplýsingar

Meðferð persónuupplýsinga hjá Pacta

Hér að neðan er útlistað hvernig Pacta vinnur með persónuupplýsingar, þar á meðal í hvaða tilgangi, hvaðan þeirra er aflað, helstu flokkar þeirra, hvernig þeim er miðlað og með hvaða hætti öryggi þeirra er tryggt. Upplýsingarnar hér að neðan eiga við alla þá sem Pacta ber nauðsyn til að vinna persónuupplýsingar um vegna starfsemi sinnar, til að mynda viðskiptavini og umsækjendur um störf. Við alla vinnslu er farið að ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Pacta er í starfsemi sinni nauðsynlegt að safna ýmsum tegundum persónuupplýsinga. Hér getur meðal annars verið um að ræða almennar lýðfræðilegar upplýsinga, svo sem nöfn og kennitölur og samskiptaupplýsingar eins og netföng, símanúmer og heimilisföng. Þá geta einnig verið unnar aðrar tegundir persónuupplýsinga, svo sem ljósmyndir, hljóð- eða myndbandsupptökur og viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um stjórnmálaskoðanir, heilsufar o.fl., í þeim tilvikum sem slík vinnsla er nauðsynlegur liður í þeirri þjónustu sem Pacta veitir sínum viðskiptavinum.

Pacta fær þær upplýsingar sem eru unnar í flestum tilvikum beint frá aðilum í tengslum við þjónustuna. Í sumum tilvikum berast þær frá þriðju aðilum, til dæmis Þjóðskrá eða opinberum aðilum.

Pacta vinnur persónuupplýsingar í þeim tilvikum sem þess er þörf til framkvæmdar samnings, mælt er fyrir um vinnsluna í lögum eða þegar það er nauðsynlegt til að félögin, þriðji aðili eða einhver annar geti gætt lögmætra hagsmuna sinna. Undir það fellur til dæmis að eiga í samskiptum við viðskiptavini og halda utan um viðskiptasamböndin, veita þá þjónustu sem kveðið er á um í samningi, greiningar til viðskiptaþróunar innanhúss og móttaka greiðslna.

Persónuupplýsingar eru varðveittar á  meðan þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Leitast er við að varðveita upplýsingar einungis á persónugreinanlegu formi eins lengi og nauðsyn er til. Ákvæði laga, t.a.m. um bókhald nr. 145/1994, kveða í mörgum tilvikum á um varðveislu gagna. Sömuleiðis kann varðveisla að byggja á lögmætum hagsmunum, svo sem að afmarka, setja fram og verja kröfur Pacta.

Pacta afhendir persónuupplýsingar ekki til þriðju aðila nema það sé skylt eða heimilt, svo sem á grundvelli laga. Í einhverjum tilvikum kunna upplýsingar að vera sendar til vinnsluaðila sem vinna persónuupplýsingar á vegum Pacta. Þeir sem móttaka persónugreinanlegar upplýsingar í því skyni skulu uppfylla ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og eru bundnir trúnaði með sama hætti og starfsmenn Pacta.

Sérstök áhersla er lögð á að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem Pacta vinnur. Því hafa verið gerðar skipulags- og tæknilegar ráðstafanir í samræmi við gildandi lög og reglur. Pacta starfar í samræmi við öryggisstefnu sem öllum starfsmönnum er skylt að kynna sér og fara eftir.

Samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eiga einstaklingar rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum er þeim sömuleiðis heimilt að láta leiðrétta þær, eyða þeim, andmæla vinnslu þeirra eða takmarka hana. Einstaklingur ber almennt ekki kostnað af slíkum beiðnum, en óski hann eftir fleiri en einu afriti af gögnum eða beiðnirnar eru bersýnilega tilefnislausar eða óhóflegar er tekið fyrir gjald samkvæmt gjaldskrá. Einstaklingar geta sett fram beiðnir um að neyta þessa réttar með því að setja sig í samband við persónuverndarfulltrúa.

Hægt er að hafa samband við Pacta með því að senda tölvupóst á pacta@pacta.is, eða hringja í síma 440 7900. Persónuverndarfulltrúi hefur eftirlit með að farið sé að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og veitir ráðgjöf og fræðslu þar að lútandi. Persónuverndarfulltrúi Pacta er Þorsteinn Júlíus Árnason.