Persónuverndarfulltrúi

PACTA lögmenn taka að sér starf persónuverndarfulltrúa hjá sveitarfélögum, stofnunum og þeim fyrirtækjum sem skylt er að tilnefna slíkan fulltrúa. Þannig eru PACTA lögmenn persónuverndarfulltrúar fjölda sveitarfélaga og stofnana og búa að víðtækri þekkingu á þessu sviði. Meðal helstu verkefna perónuverndarfulltrúa eru:

  • Koma að og aðstoða við innleiðingu persónuverndarlaga.
  • Upplýsa, ráðleggja og koma á framfæri upplýsingum til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila.
  • Vera tengiliður við Persónuvernd.
  • Upplýsa einstaklinga um réttindi sín og söfnun persónuupplýsinga hjá viðkomandi aðila.

Persónuverndarfulltrúi er sérfræðingur ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila í persónuvernd. Hlutverk hans er að gæta þess að öll vinnsla sé í samræmi við lög og reglur ásamt því að vera tengiliður milli hinna skráðu, stjórnenda og Persónuverndar. Einstaklingar eiga að geta haft samband við persónuverndarfulltrúann vegna allra mála sem tengjast vinnu á persónuupplýsingum þeirra.

Stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að tilnefna persónuverndarfulltrúa, sem og fyrirtæki sem stunda ákveðna umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuverndarfulltrúi aðstoða fyrirtæki til að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd og er tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.

Persónuverndarfulltrúi þarf að vera sjálfstæður, sérfræðingur í persónuverndarlöggjöfinni, hafa fullnægjandi aðstöðu og mannafla og hafa beinan aðgang að æðstu yfirstjórn.

Persónuverndarfulltrúi getur annaðhvort verið starfsmaður eða utanaðkomandi sérfræðingur. Stjórnvöld geta sameinast um einn persónuverndarfulltrúa og fyrirtækjasamstæður fyrirtækja.

Persónuverndarfulltrúi aðstoðar við að sýna fram á fylgni við löggjöfina og er hluti af aukinni áherslu á ábyrgðarskylduna.