Frítímaslys

Ef þú lendir í slysi í frítíma þínum og verður fyrir líkamstjóni áttu mögulega rétt á bótum úr eigin tryggingum.

Í flestum heimilis- og fjölskyldutryggingum, greiðslukortatryggingum eða almennum slysatryggingum, þar sem frítímaslysum er bætt við, er kveðið á um slysabætur vegna slysa í frítíma. Þá er mögulegt að hægt sé að leita í tryggingafélag vinnuveitanda ef hann er með frítímaslysatryggingu fyrir starfsmenn sína. Einnig er hægt að sækja í Sjúkratryggingar Íslands ef keypt er slík trygging við skil á skattframtali.

Uppgjör á bótum fer eftir tryggingaskírteini og skilmálum þeirra trygginga sem tjónþoli er með. Tjónþoli getur átt rétt á endurgreiðslu á sjúkrakostnaði upp að ákveðnu marki samkvæmt skírteini ásamt greiðslu á dagpeningum vegna tímabundinnar óvinnufærni og bótagreiðslu vegna varanlegra afleiðinga slyssins.

Nauðsynlegt er að hafa samband við lögmenn PACTA og koma málinu í eðlilegan farveg sem fyrst til að tryggja að bótaréttur tapist ekki. 

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn til bóta.