Kostnaður

Sá sem verður fyrir slysi á í flestum tilfellum rétt á greiðslu fyrir útlögðum kostnaði, svo sem læknis-, lyfja-, eða sjúkraþjálfunarkostnaði frá bótaskyldu tryggingafélagi, vinnuveitanda eða Sjúkratryggingum Íslands.

Lögmenn PACTA sjá um öflun allra gagna og leggja út fyrir kostnaði við hana. Sá sem verður fyrir tjóni og leitar til okkar þarf því aldrei að leggja út fjárhæð vegna gagnaöflunar eða lögmannsaðstoðar. PACTA innheimta útlagðan kostnað til tryggingafélags. Lögmannskostnaður er gerður upp við bótauppgjör, þ.e. þegar málinu er lokið.

Þú tekur enga fjárhagslega áhættu með því að leita til PACTA, þar sem lögmannsþóknun er árangurstengd. Það er aldrei rukkað fyrir viðtöl við lögmenn PACTA. Í mörgum tilfellum er lögmannskostnaður greiddur að stærstum hluta af tryggingarfélögum.