Læknamistök og sjúklingatrygging

Með lögum um sjúklingatryggingu eru lögfestar reglur um víðtæka ábyrgð á líkamstjóni sem sjúklingur verður fyrir vegna starfa lækna og heilbrigðisstarfsfólks

Tjónið þarf að hafa orðið í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt. Skaðabótarétt eiga einnig þeir sem missa framfærslu vegna tjónsatvika.

Í mörgum tilfellum þarf þó að fara í hefðbundið skaðabótamál vegna læknamistaka. Slík mál fara þá eftir almennum skaðabótareglum og bætur eru gerðar upp á grundvelli þeirra laga, nr. 50/1993. Tjónþoli á eftirfarandi rétt til bóta:

  1.     Greiddar eru bætur fyrir tímabundið tekjutjón. Það eru bætur frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær eða þar til ekki er að vænta frekari bata. Oft verður tjónþoli ekki fyrir tímabundnu tekjutjóni þar sem hann á almennt rétt til forfallalauna úr hendi vinnuveitanda síns í einhvern tíma.
  2.     Greiddar eru þjáningarbætur. Það eru bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna þeirra áverka sem koma til vegna slyssins. Þjáningarbætur eru ákveðin fjárhæð fyrir hvern þann dag sem tjónþoli er veikur. Þjáningarbótum er ætlað að bæta tímabundið ófjárhagslegt tjón sem líkamstjónið hefur valdið tjónþola, frá slysdegi þar til heilsufar hans er orðið stöðugt.
  3.     Greiddar eru bætur fyrir varanlegan miska. Það eru bætur fyrir ófjárhagslegt tjón sem líkamstjónið veldur. Þetta ófjárhagslega tjón getur verið margs konar. Það getur verið um að ræða varanlegt lýti sem tjónþoli hefur orðið fyrir vegna líkamstjónsins eða skerðingu á daglegum athöfnum og tómstundum, þ.e. skerðingu á lífsgæðum. Þá eru áverkar metnir út frá læknisfræðilegu sjónarmiði með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.
  4.     Greiddar eru bætur fyrir varanlega örorku. Það eru bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem áverkar hafa í för með sér. Bætur reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans þrjú ár fyrir slysið.

Nauðsynlegt er að hafa samband við lögmenn PACTA og koma málinu í eðlilegan farveg sem fyrst til að tryggja að bótaréttur tapist ekki. 

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn til bóta