Fríða Thoroddsen

Fríða Thoroddsen

Egilsstaðir

Fríða er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Fríða er fædd 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000 og fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Samhliða laganámi sínu starfaði Fríða hjá Motus og Lögheimtunni og var starfsnemi hjá Rétti lögmannstofu.

Áður en Fríða hóf nám í lögfræði lauk hún BA. prófi í heimspeki og Meistaraprófi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Þá dvaldist hún í Belgíu árin 2006 – 2008 við nám í Kaþólska háskólanum í Leuven og starfaði hjá fastanefnd Íslands hjá NATO og sendiráði Íslands í Brussel. 

Fríða gekk til liðs við Pacta lögmenn í ágúst 2013.