Ásgeir Örn Blöndal

Ásgeir Örn Blöndal

Akureyri Fjallabyggð Dalvík Húsavík Sauðárkrókur

Ásgeir Örn er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Ásgeir Örn er fæddur á Blönduósi þann þann 10. desember 1979. Hann lauk stúdentsprófi frá framhaldsskólanum á Laugum 2001, B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans á Akureyri 2006 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla 2008. Ásgeir fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2009 og réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti í desember 2018. 

Samhliða námi starfaði Ásgeir hjá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar og hjá Sýslumanninum á Blönduósi. 

Stundakennsla við lagadeild Háskólans á Akureyri vor 2010. Í stjórn FLANA, félags lögfræðinga á Norður og Austurlandi, frá 2008. Ásgeir hóf störf hjá PACTA í júní 2008.