Valdemar Karl Kristinsson

Valdemar Karl Kristinsson

Akureyri

Valdemar Karl er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Valdemar Karl er lögfræðingur frá lagadeild Háskólans á Akureyri. Lokaritgerð Valdemars til B.A. gráðu fjallaði um grunnþætti stjórnskipunar og ber heitið Stjórnarskráfesta: grundvallarþættir í íslenskri stjórnskipun. Í meistararitgerð sinni „Ný persónuverndarlöggjöf: hlutverk og ábyrgð persónuverndarfulltrúa“ skrifaði hann um nýju persónuverndarlöggjöfina. 

Á námsárunum 2013-2018 sinnti Valdemar fjölþættum félagsmálum, sem lutu að réttindamálum nemenda. Meðal annars var hann fulltrúi nemenda í gæðaráði Háskólans á Akureyri 2016/2017 og 2017/2018.

Árin 2016 og 2017 sat hann í stjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta, seinna árið sem varaformaður samtakanna.

Valdemar hóf störf hjá Pacta lögmönnum í júlí 2019.