Stefán Ólafsson hrl.

Stefán Ólafsson hrl.

Blönduós Sauðárkrókur

Stefán er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Stefán er fæddur á Blönduósi þann 14. júlí 1964.

Hann lauk Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1984, embættispróf í lögum frá lagadeild HÍ í október 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1994 og réttindi til málflutnings fyrir hæstarétti 2007.

Að loknu embættisprófi starfaði Stefán sem fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi 1990-1994. Hann var sjálfstætt starfandi lögmaður á eigin lögmannsstofu árin 1994-2007 og umboðsmaður fyrir Sjóvá á Blönduósi frá 1. júlí 1997 til loka árs 2004.

Stefán var í kærunefnd jafnréttismála frá 2000-2003, formaður Úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla frá 2010 og sat í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis frá 2007. Jafnframt hefur Stefán verið dómkvaddur matsmaður og landskiptamaður.

Stefán var ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema árið 1988, formaður almannavarnarnefndar Austur Húnavatnssýslu frá 1996-2000, í barnaverndarnefnd Blönduóss og í félagsmálaráði Austur Húnavatnssýslu frá árinu 1994 auk ýmissa annarra félags- og trúnaðarstarfa.

Stefán hóf störf hjá Pacta lögmönnum í júní 2007.