Elisabeth Lind Matthíasdóttir

Elisabeth Lind Matthíasdóttir

Reykjanesbær

Elisabeth Lind varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013. Hún lauk B.A. prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og meistaranámi frá sama skóla vorið 2020. Í náminu lagði hún ríka áherslu á fjármunarétt, refsirétt, samningagerð, fjölskyldu- og erfðarétt og stjórnsýslurétt.

Á fjórða misseri meistaranámsins var Elisabeth nemi hjá Héraðssaksóknara og vann verkefni við að útbúa ákærur, tilkynningar um niðurfellingu mála og aðstoðaði við undirbúning mála fyrir aðalmeðferð. Þá fékk hún einnig góða reynslu af því að fylgjast með verjendastörfum í opinberum málum.

Á árunum 2014 til 2020 samhliða námi sínu starfaði Elisabeth sem flugliði hjá Icelandair. Þar var hún aðili að öryggisnefnd Flugfreyjufélags Íslands og vann að bættri löggjöf varðandi málefni flugliða á Íslandi.

Elisabeth Lind hóf störf hjá Pacta í júní 2021.