Hafsteinn Viðar Hafsteinsson

Hafsteinn Viðar Hafsteinsson

Reykjavík

Hafsteinn Viðar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Hafsteinn Viðar er fæddur í Reykjavík árið 1985. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2010 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2011.

Hafsteinn Viðar starfaði hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun og áður Íbúðalánasjóði frá 2015-2021 og hjá Íslandsbanka frá 2011-2015 þá í lögfræðideild og í lögfræðiinnheimtu. Þar áður starfaði hann hjá Byr hf. árin 2010-2011 og hjá Innheimtustofnun Sveitarfélaga árin 2007-2009.

Hafsteinn Viðar hefur víðtæka reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna, allt frá innheimtu- og fullnustumálum, stjórnsýslurétti og fasteignakauparétti, yfir í málflutning og skjalagerð.