Jón Páll Hilmarsson

Jón Páll Hilmarsson

Selfoss

Jón Páll er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Jón Páll er fæddur á Selfossi árið 1987. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2007. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla árið 2013. Jón Páll hefur hlotið CIPP/E gráðu (Certified Information Privacy Professional/Europe) og var einkaflugmaður frá Flugskóla Íslands árið 2006. 

Jón Páll öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013. Á árunum 2010 til 2013 starfaði Jón Páll hjá Lögmönnum Suðurlandi og JP lögmönnum. Hann gekk til liðs við Pacta lögmenn árið 2013.

Helstu starfssvið eru málflutningur, persónuvernd, eignaréttur, samninga- og kröfuréttur, stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttur, refsiréttur, erfða- og skiptaréttur og skaðabótaréttur.