Kristján Óskar Ásvaldsson

Kristján Óskar Ásvaldsson

Ísafjörður

Kristján Óskar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. 

Kristján Óskar er fæddur á gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði 16. nóvember 1986. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 2007, B.Sc. í viðskiptalögfræði 2009 og M.L. (Master of Law) frá lagadeild Háskólans á Bifröst haustið 2011. Kristján öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi vorið 2012.

Kristján gekk til liðs við Pacta lögmenn 2013. Áður hafði hann starfað hjá sýslumanninum á Ísafirði og sinnt þar m.a. málflutningi fyrir hönd lögreglustjóra, afgreiðslu lögreglustjórasátta, leyfamálum sýslumanns og lögreglustjóra. Þá hefur Kristján gengt formennsku í Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar og er formaður Veiðifélags Önundarfjarðar.

Í störfum sínum hefur Kristján lagt megináherslu á refsirétt, skuldaskilarétt og kröfurétt, auk þess að sinna alhliða lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, þar með talið ráðgjöf á sviði félagaréttar, samningaréttar, skaðabótaréttar og stjórnsýsluréttar.