Hafsteinn Viðar Hafsteinsson
Lögmaður
Hafsteinn Viðar Hafsteinsson
Lögmaður
Hafsteinn Viðar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Landsrétti og hefur starfað hjá Pacta síðan 2021. Hann hefur víðtæka reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna, allt frá innheimtu- og fullnustumálum, stjórnsýslurétti og fasteignakauparétti, yfir í málflutning og skjalagerð.
Hafsteinn Viðar lauk laganámi frá Háskóla Íslands, B.A. prófi 2008 og meistaraprófi (mag. jur.) 2010, öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2011 og réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti árið 2025.
Áður starfaði hann hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka, Byr hf. og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Í störfum sínum hefur hann sinnt ýmsum verkefnum, t.a.m. komið að sölu fasteigna Íbúðalánasjóðs, endurskoðun verkferla, verkefnastjórnun o.fl.
Hafsteinn er staðsettur í Reykjavík.