Ráðgjöf um persónuvernd

Persónuverndarlöggjöf veitir fyrirtækjum og sveitarfélögum tækifæri til framfara með bættri skráningu, vinnslu og vistun persónuupplýsinga og auknu gagnaöryggi.

Lögfræðingar PACTA veita ráðgjöf og þjónustu við innleiðingu á persónuverndarlöggjöfinni og taka að sér hlutverk persónuvendarfulltrúa hjá viðskiptavinum okkar. 

Ráðgjöf um persónuvernd

Innleiðing persónuverndar

PACTA lögmenn bjóða sérhæfða ráðgjöf þegar kemur að innleiðingu persónuverndarlaga nr. 90/2018, sem byggja á reglugerð Evrópusambandsins frá árinu 2016. Til að einfalda verkið fyrir okkar viðskiptavini höfum við skipt ferlinu niður í áætlun sem við köllum 9 skref að settu marki:

 1. Fræðsla- og vitundarvakning.
 2. Greining upplýsinga og verkferla.
 3. Lagalegur grundvöllur vinnslu.
 4. Tilnefning persónuverndarfulltrúa.
 5. Verkferlar og persónuverndarstefna.
 6. Samningar við vinnsluaðila.
 7. Upplýsingar sem ber að veita.
 8. Stjórnendur og aðrir starfsmenn upplýstir.
 9. Innleiðing nýrra verkferla.

Lesa meira

Persónuverndarfulltrúi

PACTA lögmenn taka að sér starf persónuverndarfulltrúa hjá sveitarfélögum, stofnunum og þeim fyrirtækjum sem skylt er að tilnefna slíkan fulltrúa. Þannig eru PACTA lögmenn persónuverndarfulltrúar fjölda sveitarfélaga og stofnana og búa að víðtækri þekkingu á þessu sviði. Meðal helstu verkefna perónuverndarfulltrúa eru:

 • Koma að og aðstoða við innleiðingu persónuverndarlaga.
 • Upplýsa, ráðleggja og koma á framfæri upplýsingum til ábyrgðaraðila og vinnsluaðila.
 • Vera tengiliður við Persónuvernd.
 • Upplýsa einstaklinga um réttindi sín og söfnun persónuupplýsinga hjá viðkomandi aðila.

Lesa meira

Ráðgjöf til einstaklinga

PACTA lögmenn veita einstaklingum ráðgjöf og leiðbeiningar vegna allra persónuverndarmála. Þannig geta einstaklingar haft samband hafi þeir einhverjar spurningar vegna persónuverndarmál eða vantar aðstoð vegna tiltekins máls. Meðal verkefna fyrir einstaklinga eru:

 • Aðstoð vegna upplýsingaöflunar og vinnslu persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum og stofnunum.
 • Aðstoða við tilkynningar um öryggisbrest og kvartanir til Persónuverndar.
 • Málshöfðun fyrir dómstólum.

Við hvetjum einstaklinga til að hafa samband telji þeir á sér brotið eða vantar upplýsingar um rétt sinn. Fyrsta viðtal frítt.

Lifandi verkefni fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana

Persónuverndarlöggjöfin frá 2018 hefur mikil áhrif á störf fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana hvað varðar vinnslu og meðferð þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með á degi hverjum. Fyrir allri vinnslu hvort sem upplýsingarnar teljast viðkvæmar eða ekki, þarf að vera skýr heimild.

Lesa meira

Breyttir tímar

Meginreglur um meðferð persónuupplýsinga má rekja til Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950. Ákvæði um friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi lögðu þar grunn að þeirri þróun sem síðan hefur orðið á sviði laga um persónuvernd.

Lesa meira

Aukin persónuvernd

Miklar framfarir á sviði tölvu- og upplýsingatækni undanfarin 10 til 20 ár hafa valdið sprengingu gagnamagns persónuupplýsinga í umferð. Almenn notkun internetsins, snjalltækja, tölvuskýja og samfélagsmiðla hefur svo enn aukið sjálfvirkni skráningar persónuupplýsinga.

Lesa meira

Algengar spurningar

Okkur berast reglulega spurningar um einstaka þætti persónuverndarlöggjafarinnar.

Lesa meira