Stefán Ólafsson

Lögmaður

stefano@pacta.is

Öll almenn lögfræðistörf

Stefán Ólafsson

Lögmaður

Stefán er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti, og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2007.

Stefán lauk embættisprófi í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1994 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 2007.

Að loknu embættisprófi starfaði Stefán sem fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi, var svo sjálfstætt starfandi lögmaður á eigin lögmannsstofu í meira en áratug og umboðsmaður fyrir Sjóvá á Blönduósi.

Samhliða lögmannsstörfum hefur Stefán sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, eins og að eiga sæti í kærunefnd um jafnréttismál, sem formaður Úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla, frá 2010 og setið í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Jafnframt hefur Stefán verið dómkvaddur matsmaður og landskiptamaður.

Stefán hefur einnig sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, þar á meðal sem formaður almannavarnarnefndar Austur-Húnavatnssýslu, í barnaverndarnefnd Blönduóss og félagsmálaráði Austur-Húnavatnssýslu.

Stefán er staðsettur á Blönduósi.

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.



    Takk fyrir að
    hafa samband