Stefán Þór Eyjólfsson

Lögmaður

stefanth@pacta.is

Málflutningur Sakamál Vátrygginga- og skaðabótaréttur Erfða- og hjúskaparréttur Kröfu- og samningaréttur Eignaréttur

Stefán Þór Eyjólfsson

Lögmaður

Stefán Þór er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og Landsrétti og hefur starfað hjá Pacta síðan árið 2011.

Helstu verkefni Stefáns Þórs hjá Pacta eru málflutningur, samningagerð og ráðgjöf. Starfsreynsla hans nær til fjölbreyttra réttarsviða. Má þar nefna, sakamál, mannréttindamál, gjaldþrota- og skiptarétt, erfðarétt, hjúskaparrétt, eignarétt, fasteignakauparétt, vátryggingarrétt, skaðabótarétt, persónuvernd, svo og verktaka- og fjármálarétt. Hann hefur veitt ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana.

Stefán Þór lauk laganámi við Háskóla Íslands; B.A. prófi 2008 og meistaraprófi (mag. jur.) 2011, með réttarfar sem áherslusvið. Hann var við nám í Kaupmannahafnarháskóla 2009 og var þátttakandi í Norrænu málflutningskeppninni sama ár. Stefán öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2011.

Samhliða námi starfaði Stefán hjá Landsbankanum, B.M. Vallá og embætti sýslumannsins á Eskifirði.

Stefán hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum á Fljótsdalshéraði, sinni heimabyggð. Á árabilinu 2017-2020 gegndi hann m.a. formennsku í Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, stjórnarstörfum í Hitaveitu Egilsstaða og Fella og formennsku í yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs og síðar sameinaðra sveitarfélaga á Austurlandi (Múlaþing).

Stefán Þór er staðsettur í Reykjavík.

Áhugaverðar greinar

Um atferli hinna íslensku jólasveina að gættum hegningarlögum

Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum. Í árhundruð hafa svonefndir […]

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.



    Takk fyrir að
    hafa samband