Lawyers Archive - Pacta https://pacta.is/lawyers/ Traust alhliða lögfræðiþjónusta Wed, 19 Jul 2023 10:27:07 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.5.2 https://pacta.is/wp-content/uploads/2022/12/cropped-favicon-P2-32x32.png Lawyers Archive - Pacta https://pacta.is/lawyers/ 32 32 Sigmundur Guðmundsson  https://pacta.is/lawyers/sigmundur-gudmundsson/ Fri, 20 Jan 2023 12:44:20 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=496 Sigmundur er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. Hann er staðsettur á Akureyri og hóf störf hjá Pacta í upphafi árs 2023.

The post Sigmundur Guðmundsson  appeared first on Pacta.

]]>
Sigmundur er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. Hann hóf störf hjá Pacta í janúar 2023. 

Hann býr yfir fjölþættri reynslu þegar kemur að gæslu hagsmuna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir, þar á meðal á sviði stjórnsýslu-, skipta-, barnaverndar- og kröfuréttar. Eins hefur hann gætt hagsmuna fjölda einstaklinga við meðferð sakamála og haldið uppi vörnum fyrir þá fyrir dómstólum. 

Sigmundur lauk Cand. Jur. frá Háskóla Íslands 1991 og lagði stund á nám í vinnumarkaðsfræðum og stjórnun við Stokkhólmsháskóla 1996-1997. Hann fékk réttindin til málflutnings fyrir Landsrétti 2022 og héraðsdómi 1995. 

Að loknu laganámi var Sigmundur löglærður fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi og síðar sýslumannsins á Akureyri. Undanfarin tuttugu árin hefur Sigmundur verið sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Lögmannshlíð lögfræðiþjónustu ehf.   

Hann hefur jafnframt sinnt hinum ýmsu stjórnar- og nefndarstörfum, þar á meðal setið í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og á sæti í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. 

Sigmundur er staðsettur á Akureyri. 

 

The post Sigmundur Guðmundsson  appeared first on Pacta.

]]>
Hafsteinn Viðar Hafsteinsson https://pacta.is/lawyers/hafsteinn-vidar-hafsteinsson/ Fri, 02 Dec 2022 10:00:19 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=450 Hafsteinn Viðar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta síðan 2021. Hafsteinn er staðsettur í Reykjavík.

The post Hafsteinn Viðar Hafsteinsson appeared first on Pacta.

]]>
Hafsteinn Viðar er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta síðan 2021. Hann hefur víðtæka reynslu af úrlausn lögfræðilegra álitaefna, allt frá innheimtu- og fullnustumálum, stjórnsýslurétti og fasteignakauparétti, yfir í málflutning og skjalagerð.

Hafsteinn Viðar lauk laganámi frá Háskóla Íslands, B.A. prófi 2008 og meistaraprófi (mag. jur.) 2010 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2011.

Áður starfaði hann hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka, Byr hf. og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Í störfum sínum hefur hann sinnt ýmsum verkefnum, t.a.m. komið að sölum á fasteignum Íbúðalánasjóðs, endurskoðun verkferla, verkefnastjórnun o.fl.

Hafsteinn er staðsettur í Reykjavík.

The post Hafsteinn Viðar Hafsteinsson appeared first on Pacta.

]]>
Jón Páll Hilmarsson https://pacta.is/lawyers/jon-pall-hilmarsson/ Mon, 28 Nov 2022 09:48:17 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=264 Jón Páll er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta síðan 2013. Jón Páll er staðsettur á Selfossi.

The post Jón Páll Hilmarsson appeared first on Pacta.

]]>
Jón Páll er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2013.

Helstu starfssvið Jón Páls eru málflutningur og úrlausn ýmiskonar lögfræðilegra álitaefna, hvort sem er fyrir lögaðila eða einstaklinga.

Jón Páll lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Jón Páll er einnig með CIPP/E gráðu (Certified Information Privacy Professional/Europe).

Áður en Jón Páll kom til Pacta starfaði hann hjá Lögmönnum Suðurlandi og JP lögmönnum.

Jón Páll er staðsettur á Selfossi.

The post Jón Páll Hilmarsson appeared first on Pacta.

]]>
Ásgeir Örn Blöndal https://pacta.is/lawyers/asgeir-orn-blondal/ Mon, 28 Nov 2022 09:44:08 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=260 Ásgeir Örn er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti, hefur starfað hjá Pacta frá 2008. Ásgeir er staðsettur á Akureyri.

The post Ásgeir Örn Blöndal appeared first on Pacta.

]]>
Ásgeir Örn er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti og hefur starfað hjá Pacta frá 2008.

Helstu starfssvið Ásgeirs hjá Pacta eru stjórnsýsluréttur, samningaréttur, vinnuréttur, félagaréttur, fyrirtækjaráðgjöf og kröfuréttur.

Ásgeir Örn lauk B.A. prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans á Akureyri 2006 og meistaraprófi í lögfræði frá sama skóla 2008. Ásgeir fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2009 og réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti 2018.

Ásgeir hefur sinnt stundakennslu við lagadeild-og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum auk þess að hafa setið í stjórnum ýmissa félaga.

Ásgeir er staðsettur á Akureyri.

The post Ásgeir Örn Blöndal appeared first on Pacta.

]]>
Stefán Ólafsson https://pacta.is/lawyers/stefan-olafsson-hrl/ Mon, 28 Nov 2022 09:37:11 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=255 Stefán er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti, og hefur starfað hjá Pacta frá 2007. Stefán er staðsettur á Blönduósi.

The post Stefán Ólafsson appeared first on Pacta.

]]>
Stefán er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti, og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2007.

Stefán lauk embættisprófi í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1994 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 2007.

Að loknu embættisprófi starfaði Stefán sem fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi, var svo sjálfstætt starfandi lögmaður á eigin lögmannsstofu í meira en áratug og umboðsmaður fyrir Sjóvá á Blönduósi.

Samhliða lögmannsstörfum hefur Stefán sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum, eins og að eiga sæti í kærunefnd um jafnréttismál, sem formaður Úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla, frá 2010 og setið í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Jafnframt hefur Stefán verið dómkvaddur matsmaður og landskiptamaður.

Stefán hefur einnig sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, þar á meðal sem formaður almannavarnarnefndar Austur-Húnavatnssýslu, í barnaverndarnefnd Blönduóss og félagsmálaráði Austur-Húnavatnssýslu.

Stefán er staðsettur á Blönduósi.

The post Stefán Ólafsson appeared first on Pacta.

]]>
Hannes J. Hafstein https://pacta.is/lawyers/hannes-j-hafstein/ Mon, 28 Nov 2022 08:28:49 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=231 Hannes er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2013. Hannes er staðsettur í Reykjavík.

The post Hannes J. Hafstein appeared first on Pacta.

]]>
Hannes er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2013.

Áherslur Hannesar hjá Pacta eru á alhliða ráðgjöf til fyrirtækja í tengslum við regluverk fjármálamarkaða, þar með talið kaup, sölu og samruna fyrirtækja, skráningarlýsingar, áreiðanleikakannanir og endurskipulagningu fyrirtækja.

Hannes lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996 og Master of Laws (LL.M.) gráðu frá the London School of Economics and Political Science (LSE) árið 2000 með áherslu á löggjöf fjármálamarkaða og Evrópurétt. Auk þess er hann með Certificate in Corporate Finance frá the Securities and Investment Institute í London. Hannes hlaut Héraðsdómslögmannsréttindi árið 1998, málflutningsréttindi fyrir Landsrétti 2019 og fyrir Hæstarétti árið 2022.

Áður en Hannes kom til Pacta starfaði hann meðal annars hjá Landsbankanum sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar bankans og þar áður sem sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hannes hefur átt sæti í opinberum nefndum sem tengjast þróun löggjafar á fjármálamarkaði ásamt starfi innan Samtaka fjármálafyrirtækja í sama tilgangi.

Hannes er staðsettur í Reykjavík.

The post Hannes J. Hafstein appeared first on Pacta.

]]>
Stefán Þór Eyjólfsson https://pacta.is/lawyers/stefan-thor-eyjolfsson/ Fri, 18 Nov 2022 10:29:14 +0000 https://pacta.is/?post_type=lawyer&p=125 Stefán Þór er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta síðan árið 2011. Hann er staðsettur í Reykjavík.

The post Stefán Þór Eyjólfsson appeared first on Pacta.

]]>
Stefán Þór er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað hjá Pacta síðan árið 2011.

Helstu verkefni Stefáns Þórs hjá Pacta eru málflutningur, samningagerð og ráðgjöf. Starfsreynsla hans nær til fjölbreyttra réttarsviða. Má þar nefna, sakamál, mannréttindamál, gjaldþrota- og skiptarétt, erfðarétt, hjúskaparrétt, eignarétt, fasteignakauparétt, vátryggingarrétt, skaðabótarétt, persónuvernd, svo og verktaka- og fjármálarétt. Hann hefur veitt ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana.

Stefán Þór lauk laganámi við Háskóla Íslands; B.A. prófi 2008 og meistaraprófi (mag. jur.) 2011, með réttarfar sem áherslusvið. Hann var við nám í Kaupmannahafnarháskóla 2009 og var þátttakandi í Norrænu málflutningskeppninni sama ár. Stefán öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2011.

Samhliða námi starfaði Stefán hjá Landsbankanum, B.M. Vallá og embætti sýslumannsins á Eskifirði.

Stefán hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum á Fljótsdalshéraði, sinni heimabyggð. Á árabilinu 2017-2020 gegndi hann m.a. formennsku í Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, stjórnarstörfum í Hitaveitu Egilsstaða og Fella og formennsku í yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs og síðar sameinaðra sveitarfélaga á Austurlandi (Múlaþing).

Stefán Þór er staðsettur í Reykjavík.

The post Stefán Þór Eyjólfsson appeared first on Pacta.

]]>