Sigmundur Guðmundsson 

Lögmaður

sigmundur@pacta.is

Stjórnsýsluréttur Skiptaréttur Barnavernd Kröfuréttur Fjölskylduréttur Erfðir og dánarbússkipti Sakamál

Sigmundur Guðmundsson 

Lögmaður

Sigmundur er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. Hann hóf störf hjá Pacta í janúar 2023. 

Hann býr yfir fjölþættri reynslu þegar kemur að gæslu hagsmuna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir, þar á meðal á sviði stjórnsýslu-, skipta-, barnaverndar- og kröfuréttar. Eins hefur hann gætt hagsmuna fjölda einstaklinga við meðferð sakamála og haldið uppi vörnum fyrir þá fyrir dómstólum. 

Sigmundur lauk Cand. Jur. frá Háskóla Íslands 1991 og lagði stund á nám í vinnumarkaðsfræðum og stjórnun við Stokkhólmsháskóla 1996-1997. Hann fékk réttindin til málflutnings fyrir Landsrétti 2022 og héraðsdómi 1995. 

Að loknu laganámi var Sigmundur löglærður fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi og síðar sýslumannsins á Akureyri. Undanfarin tuttugu árin hefur Sigmundur verið sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Lögmannshlíð lögfræðiþjónustu ehf.   

Hann hefur jafnframt sinnt hinum ýmsu stjórnar- og nefndarstörfum, þar á meðal setið í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og á sæti í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. 

Sigmundur er staðsettur á Akureyri. 

 

Áhugaverðar greinar

Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group

Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.

Urðum við skilvísari í Covid?

Á hverju ári tekur Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og ber saman við aðra geira.

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.    Takk fyrir að
    hafa samband