Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum. Í árhundruð hafa svonefndir […]