Fréttir Archives - Pacta https://pacta.is/category/frettor/ Traust alhliða lögfræðiþjónusta Thu, 26 Jan 2023 08:59:31 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.7 https://pacta.is/wp-content/uploads/2022/12/cropped-favicon-P2-32x32.png Fréttir Archives - Pacta https://pacta.is/category/frettor/ 32 32 Um atferli hinna íslensku jólasveina að gættum hegningarlögum https://pacta.is/atferli-hinna-islensku-jolasveina/ https://pacta.is/atferli-hinna-islensku-jolasveina/#respond Sat, 24 Dec 2022 14:51:09 +0000 https://pacta.is/?p=485 Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum. Í árhundruð hafa svonefndir […]

The post Um atferli hinna íslensku jólasveina að gættum hegningarlögum appeared first on Pacta.

]]>
Nú fer senn í hönd hátíð ljóss og friðar. Börn og fullorðnir hlakka til. Það er líkt og friðsæld umvefji fólk í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar og má segja að jólaandinn dragi að jafnaði fram bestu eiginleika og kosti fólks. Kærleikur svífur yfir vötnum og hortugheitin rjátlast af harðsvírustu mönnum.

Í árhundruð hafa svonefndir jólasveinar í raun réttri verið órjúfanlegur þáttur í jólahaldinu. Þeir gömlu íslensku eru sagðir níu eða þrettán talsins. Þeir eru afkvæmi Grýlu, skelfilegrar tröllkerlingar sem sögð er heyra um langan veg í óþekkum börnum, sækja þau og skella þeim í pottinn sinn. Endalaust hungur virðist hrjá hana. Leppalúði er eiginmaður Grýlu, einkar latur og óframtakssamur eldri maður.

Heimildir greina frá húsdýri þeirra jólakettinum, kolsvörtum stærðarinnar og ófrýnilegum ketti, sem sagður er éta börn eða hremma þau og veitast að öðrum þeim sem ekki klæðist nýrri flík um jólin. Virðist um eins konar vægðarlausa og óbilgjarna tízkulöggu vera að ræða.

Dýrlingar með afbrigðilega hegðun

Vart verður fullyrt að hinir íslensku jólasveinar séu yfirnáttúruleg fyrirbæri, þótt sumt í þeirra fari bendi til þess, svo sem að þeir kunni að vera mörg hundruð ára gamlir. Hvað sem öðru líður hafa þeir yfir sér þjóðsagnakenndan blæ. Heiti þeirra er ekki lögverndað og öllum því frjálst að kalla sig jólavein. Það þykir þó almennt ekki til virðingar eða hróss nema viðkomandi einsetji sér að leika eða klæða sig sem jólasvein.

Í aðdraganda jóla koma jólasveinar af fjöllum, hvar þeir eiga heimili, og herja á byggðir landsmanna. Þeir koma einn af öðrum til byggða og sá fyrsti 12. desember ár hvert. Sá síðasti kemur á aðfangadag, 24. desember. Hver jólasveinn hefur sitt einkenni, blæti og sína hegðunarröskun ef svo má segja. Í byggðum hneigjast jólasveinar til þess að brjótast inn í híbýli fólks, sleikja þvörur, skafa matarafganga upp úr pottum og pönnum, stela mat og öllu steini léttara, skella hurðum, éta kerti og stara á kertaloga, svo eitthvað sé nefnt. Einn þeirra er svo óforskammaður að hann gægist inn um glugga á híbýlum fólks.

Framanritaðar lýsingar eru ófagrar svo ekki sé fastar að orði kveðið og bera öðrum þræði vott um afbrigðilega hegðun þessara fyrirbæra sem íslensku jólasveinarnir eru. Eigi að síður virðast þeir á margan hátt hafa yfir sér jákvæðan blæ í augum almennings í seinni tíð og í öfgafyllstu tilvikum eru þeir álitnir dýrlingar.

Ítrekuð lagabrot

Atferli sem hinir íslensku jólasveinar viðhafa í aðdraganda jóla yrði vafalaust álitið siðferðislega ámælisvert og eftir atvikum refsivert ef í hlut ætti venjulegt fólk. Það er ljóst að háttsemi þeirra vegur að friðhelgi einkalífs sem varið er af 71. gr. stjórnarskrárinnar svo og 8. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Hlutrænt séð kann hátterni þeirra eftir því sem við á að teljast húsbrot, eignaspjöll, blygðunarsemisbrot, þjófnaður o.fl. Allt að einu virðist fólk leggja blessun sína yfir gjörðir þeirra, eða í öllu falli þjást af fádæma meðvirkni, enda hafa yfirvöld ekki gengið fram fyrir skjöldu og leitast við að sporna við framferði þeirra eða draga þá til ábyrgðar.

Að best verður séð njóta jólaveinar ekki sérstakrar verndar að lögum og eru þeir ekki undanþegnir ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem nú skal gripið niður í eftir því sem við á. Mælt er fyrir um efnisþætti húsbrots í 231. gr. laganna á þann veg að ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða fangelsi. Samkvæmt 244. gr., sem er í auðgunarkafla laganna, varðar þjófnaður fangelsi allt að 6 árum. Samkvæmt 3. mgr. 228. gr. laganna sem fjallar m.a. um brot gegn friðhelgi einkalífs varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári fyrir þann sem hnýsist í hirslur annars manns án nægilegra ástæðna.

Lögð er refsing við eignaspjöllum í 257. gr. hvar fram kemur að hver sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Þá kemur fram í 209. gr. laganna að hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt.

Framferði jólaveina út frá lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga er svo sér kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verður fjallað um hér. Þá gefst ekki tóm hér til að fjalla um úrræði fólks til réttarverndar gagnvart jólaveinum á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann o.fl.

Hegðun gagnvart jólasveinum

Samþykki fólks fyrir framferði jólasveina, sem hlutrænt séð varðar við ákvæði hegningarlaga, getur haft í för með sér að verknaður þeirra telst ekki ólögmætur þar af leiðandi ekki refsinæmur. Af þessum sökum er brýnt að fólk, sem hugnast ekki hegðun íslenskra jólasveina, samþykki ekki vafasamar athafnir þeirra í orði eða verki.

Í dæmaskyni má nefna að forðast skal til hins ítrasta að ginna eða hvetja jólasveina til þess að koma að eða inn fyrir hússins dyr t.a.m. með því að skilja eftir skyr eða annan mat á glámbekk, hafa logandi kerti á kommóðu, dyr í húsinu opnar eða tjöld dregin frá gluggum. Það gæti verið virt sem samþykki fólks í verki fyrir húsbroti, gluggagægjum, skemmdum á hurðum og öðru atferli jólasveinanna í ljósi almennrar vitundar landsmanna um vafasamsar tilhneigingar og breyskleika þeirra.

Þá er rétt að brýna fyrir foreldrum að gefa börnum sínum flík fyrir jólin (sokkar ættu að nægja) til að fyrirbyggja að jólakötturinn veitist að þeim.

Að þessu gættu óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

.

The post Um atferli hinna íslensku jólasveina að gættum hegningarlögum appeared first on Pacta.

]]>
https://pacta.is/atferli-hinna-islensku-jolasveina/feed/ 0
Við leitum að löglærðum fulltrúa á Selfossi https://pacta.is/vid-leitum-ad-loglaerdum-fulltrua-a-selfossi/ https://pacta.is/vid-leitum-ad-loglaerdum-fulltrua-a-selfossi/#respond Tue, 06 Dec 2022 15:05:42 +0000 https://pacta.is/?p=473 Við leitum að löglærðum fulltrúa til þess að ganga til liðs við okkur hjá Pacta á Selfossi. Verkefnin eru fjölbreytt og helst á sviði stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttar, samninga- og kröfuréttar, refsiréttar, erfða- og skiptaréttar, eignaréttar og skaðabótaréttar. Helstu verkefni og ábyrgð eru lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, opinberra aðila og einstaklinga ásamt málflutningi og ábyrgð á fyrirtökum […]

The post Við leitum að löglærðum fulltrúa á Selfossi appeared first on Pacta.

]]>

Við leitum að löglærðum fulltrúa til þess að ganga til liðs við okkur hjá Pacta á Selfossi. Verkefnin eru fjölbreytt og helst á sviði stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttar, samninga- og kröfuréttar, refsiréttar, erfða- og skiptaréttar, eignaréttar og skaðabótaréttar.

Helstu verkefni og ábyrgð eru lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, opinberra aðila og einstaklinga ásamt málflutningi og ábyrgð á fyrirtökum í hérðasdómi og hjá sýslumanni.

Hæfniskröfur:
  • Meistaragráða í lögfræði.
  • Málflutningsréttindi eru æskileg.
  • Góðir samskiptaeiginleikar.
  • Geta til að vinna sjálfstætt.
 
Við hvetjum áhugasama til að sækja um hér.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember nk.
Frekari upplýsingar veitir Jón Páll Hilmarsson / jonpall@pacta.is.
 
Lögmenn Pacta veita viðskiptavinum sínum trausta alhliða
lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum.

The post Við leitum að löglærðum fulltrúa á Selfossi appeared first on Pacta.

]]>
https://pacta.is/vid-leitum-ad-loglaerdum-fulltrua-a-selfossi/feed/ 0
Urðum við skilvísari í Covid? https://pacta.is/urdum-vid-skilvisari-i-covid/ https://pacta.is/urdum-vid-skilvisari-i-covid/#respond Mon, 28 Nov 2022 19:34:43 +0000 https://pacta.is/?p=309 Á hverju ári tekur Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og ber saman við aðra geira.

The post Urðum við skilvísari í Covid? appeared first on Pacta.

]]>
Á hverju ári tekur Motus, í samvinnu við Pacta, saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra geira. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu. Motus er systurfélag Pacta.

Covid faraldurinn hafði mikil og víðtæk áhrif á samfélag okkar og gætir þeirra áhrifa enn að miklu leyti. Ein afleiðing faraldursins kom okkur sem störfum í kröfustýringu hins vegar mjög, en ánægjulega á óvart. Mörg óttuðumst við að efnahagslegur samdráttur vegna Covid myndi þýða að fólk og fyrirtæki myndu eiga í meiri erfiðleikum með að standa í skilum en áður. Raunin varð hins vegar sú að bæði fólk og fyrirtæki virðast hafa staðið betur í skilum en nokkurn tíma fyrr.

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 400 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í september. Á fyrri helmingi ársins 2022 voru stofnaðar rúmlega 6,7 milljónir krafna og upphæð þeirra var um 385,4 milljarðar.

Árið 2021 náði greiðsluhraði nýjum hæðum og hafði Covid þar mikil áhrif. Áhrifanna fór strax að gæta árið 2020 og voru þau mest fremst í ferlinu, þ.e. á eindaga og tíu dögum eftir eindaga. Árið 2021 náðu áhrifin lengra inn í ferlið. Hjá sveitarfélögum voru áhrifin lengur að koma fram og ekki hægt að greina þau fyrr en árið 2021. Ekki er að sjá miklar breytingar milli áranna 2021 og 2022 sem er vísbending um að toppnum sé náð.

Almennt stendur greiðsluhraði nokkurn veginn í stað milli áranna 2021 og 2022 hjá einstaklingum, en í maí og júní eru vísbendingar um að það dragi úr greiðsluhraða fyrirtækja. Hvort þetta sé örlítið hökt eða hvort það verði áframhaldandi lækkun á greiðsluhraða er erfitt að segja til um, en við fylgjumst vel með.

Virk kröfustýring fyrir sveitarfélög

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga, sem veitir ráðgjöf um aðgerðir og skilvirka kröfustýringu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar fyrir sveitarfélög eftir óskum.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

The post Urðum við skilvísari í Covid? appeared first on Pacta.

]]>
https://pacta.is/urdum-vid-skilvisari-i-covid/feed/ 0
Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group https://pacta.is/althjodleg-tengsl/ https://pacta.is/althjodleg-tengsl/#respond Mon, 28 Nov 2022 17:40:55 +0000 https://pacta.is/?p=297 Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.

The post Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group appeared first on Pacta.

]]>
Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf. Í gegnum aðild að The Parlex Group hefur Pacta byggt upp traust viðskiptasamband og persónulegt tengslanet við virtar lögmannsstofur víða um heim.

Með þátttöku Pacta lögmanna í Parlex Group getum við veitt viðskiptavinum okkar skjótan aðgang að sérfróðum lögmönnum með staðbundna þekkingu í 28 löndum. Þannig er tryggt að viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi lögfræðilega sérfræðiráðgjöf í mörgum af helstu viðskiptalöndum Íslendinga.

Frekari upplýsingar má lesa á vef The Parlex Group

The post Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group appeared first on Pacta.

]]>
https://pacta.is/althjodleg-tengsl/feed/ 0
Ný ásýnd Pacta https://pacta.is/nyr-buningur-sama-thjonustan/ https://pacta.is/nyr-buningur-sama-thjonustan/#respond Mon, 28 Nov 2022 10:12:31 +0000 https://pacta.is/?p=274 Hjá Pacta leggjum við metnað okkar í að veita trausta lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum.

The post Ný ásýnd Pacta appeared first on Pacta.

]]>
Hjá Pacta leggjum við metnað okkar í að veita trausta lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum. Við erum fjölbreyttur hópur sérfræðinga vill nýta þekkingu sína og reynslu til að hafa jákvæð áhrif á líf og störf fólks í þeim samfélögum sem við tilheyrum.
Síðustu mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því að uppfæra ásýnd og útlit Pacta og færa það nær nútímanum. Við erum stolt af árangrinum og teljum að nýja útlitið endurspegli vel fyrirtækið og fólkið sem hér starfar.
Ekki er um að ræða neina breytingu á starfsemi fyrirtækisins sem áfram mun starfa af sömu heilindunum og fagmennskunni sem skilað hefur okkur og skjólstæðingum okkar árangri í gegnum árin.
Þótt ásýndin hafi breyst er hjartað í fyrirtækinu enn það sama.

The post Ný ásýnd Pacta appeared first on Pacta.

]]>
https://pacta.is/nyr-buningur-sama-thjonustan/feed/ 0