Urðum við skilvísari í Covid?

28/11/2022

Urðum við skilvísari í Covid?

28/11/2022

Á hverju ári tekur Motus, í samvinnu við Pacta, saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og berum saman við aðra geira. Skýrslan er gefin út í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna með það að markmiði að sveitarfélögin geti fengið betri innsýn í og dýpri skilning á kröfustýringu. Motus er systurfélag Pacta.

Covid faraldurinn hafði mikil og víðtæk áhrif á samfélag okkar og gætir þeirra áhrifa enn að miklu leyti. Ein afleiðing faraldursins kom okkur sem störfum í kröfustýringu hins vegar mjög, en ánægjulega á óvart. Mörg óttuðumst við að efnahagslegur samdráttur vegna Covid myndi þýða að fólk og fyrirtæki myndu eiga í meiri erfiðleikum með að standa í skilum en áður. Raunin varð hins vegar sú að bæði fólk og fyrirtæki virðast hafa staðið betur í skilum en nokkurn tíma fyrr.

Greiðsluhraði er mælikvarði sem við notum til að greina þróun innheimtu og veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um heildarárangur kröfustýringar. Mælikvarðinn byggir á öllum stofnuðum kröfum hvers viðskiptavinar og er greiðsluhraði mældur út frá því hversu hratt kröfur greiðast, þ.e. hversu hátt hlutfall stofnaðra krafna er greitt á tilteknum tímapunktum. Eftir því sem hlutfallið hækkar eykst greiðsluhraði og er því jákvætt að greiðsluhraði sé mikill. Greiðsluhraði er byggður á gögnum u.þ.b. 400 viðskiptavina Motus, sem sótt voru í kröfupott í september. Á fyrri helmingi ársins 2022 voru stofnaðar rúmlega 6,7 milljónir krafna og upphæð þeirra var um 385,4 milljarðar.

Árið 2021 náði greiðsluhraði nýjum hæðum og hafði Covid þar mikil áhrif. Áhrifanna fór strax að gæta árið 2020 og voru þau mest fremst í ferlinu, þ.e. á eindaga og tíu dögum eftir eindaga. Árið 2021 náðu áhrifin lengra inn í ferlið. Hjá sveitarfélögum voru áhrifin lengur að koma fram og ekki hægt að greina þau fyrr en árið 2021. Ekki er að sjá miklar breytingar milli áranna 2021 og 2022 sem er vísbending um að toppnum sé náð.

Almennt stendur greiðsluhraði nokkurn veginn í stað milli áranna 2021 og 2022 hjá einstaklingum, en í maí og júní eru vísbendingar um að það dragi úr greiðsluhraða fyrirtækja. Hvort þetta sé örlítið hökt eða hvort það verði áframhaldandi lækkun á greiðsluhraða er erfitt að segja til um, en við fylgjumst vel með.

Virk kröfustýring fyrir sveitarfélög

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og opinbera aðila. Hjá Motus starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í þjónustu og ráðgjöf til sveitarfélaga, sem veitir ráðgjöf um aðgerðir og skilvirka kröfustýringu. Auk þess að rýna greiðsluhraða og gefa út árlega skýrslu um þróun hans gerum við samanburðarskýrslur og sértækar greiningar fyrir sveitarfélög eftir óskum.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur fyrir lykiltölur þíns sveitarfélags eða ráðgjöf varðandi aðgerðir sem eru líklegar til að bæta kröfustýringu sveitarfélagsins. Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér.

Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group

Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.

Ert þú að kaupa fasteign?

Kaup á fasteign er að jafnaði ein stærsta fjárfesting hvers einstaklings og miklu skiptir að vandað sé til verka.

Ný ásýnd Pacta

Hjá Pacta leggjum við metnað okkar í að veita trausta lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum.

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.



    Takk fyrir að
    hafa samband