Hannes J. Hafstein
Lögmaður
Hannes J. Hafstein
Lögmaður
Hannes er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti og hefur starfað hjá Pacta frá árinu 2013.
Áherslur Hannesar hjá Pacta eru á alhliða ráðgjöf til fyrirtækja í tengslum við regluverk fjármálamarkaða, þar með talið kaup, sölu og samruna fyrirtækja, skráningarlýsingar, áreiðanleikakannanir og endurskipulagningu fyrirtækja.
Hannes lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996 og Master of Laws (LL.M.) gráðu frá the London School of Economics and Political Science (LSE) árið 2000 með áherslu á löggjöf fjármálamarkaða og Evrópurétt. Auk þess er hann með Certificate in Corporate Finance frá the Securities and Investment Institute í London. Hannes hlaut Héraðsdómslögmannsréttindi árið 1998, málflutningsréttindi fyrir Landsrétti 2019 og fyrir Hæstarétti árið 2022.
Áður en Hannes kom til Pacta starfaði hann meðal annars hjá Landsbankanum sem forstöðumaður lögfræðiráðgjafar bankans og þar áður sem sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hannes hefur átt sæti í opinberum nefndum sem tengjast þróun löggjafar á fjármálamarkaði ásamt starfi innan Samtaka fjármálafyrirtækja í sama tilgangi.
Hannes er staðsettur í Reykjavík.
Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.
Hjá Pacta leggjum við metnað okkar í að veita trausta lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum.