Sigmundur Guðmundsson
Lögmaður
Sigmundur Guðmundsson
Lögmaður
Sigmundur er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. Hann hóf störf hjá Pacta í janúar 2023.
Hann býr yfir fjölþættri reynslu þegar kemur að gæslu hagsmuna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinberar stofnanir, þar á meðal á sviði stjórnsýslu-, skipta-, barnaverndar- og kröfuréttar. Eins hefur hann gætt hagsmuna fjölda einstaklinga við meðferð sakamála og haldið uppi vörnum fyrir þá fyrir dómstólum.
Sigmundur lauk Cand. Jur. frá Háskóla Íslands 1991 og lagði stund á nám í vinnumarkaðsfræðum og stjórnun við Stokkhólmsháskóla 1996-1997. Hann fékk réttindin til málflutnings fyrir Landsrétti 2022 og héraðsdómi 1995.
Að loknu laganámi var Sigmundur löglærður fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi og síðar sýslumannsins á Akureyri. Undanfarin tuttugu árin hefur Sigmundur verið sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Lögmannshlíð lögfræðiþjónustu ehf.
Hann hefur jafnframt sinnt hinum ýmsu stjórnar- og nefndarstörfum, þar á meðal setið í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og á sæti í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis.
Sigmundur er staðsettur á Akureyri.
Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.
Á hverju ári tekur Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og ber saman við aðra geira.