Ert þú að kaupa fasteign?

30/11/2022

Ert þú að kaupa fasteign?

30/11/2022

Kaup á fasteign er að jafnaði ein stærsta fjárfesting hvers einstaklings og miklu skiptir að vandað sé til verka. Þannig þarf kaupandi að gera upp við sig hvar hann vill búa, hversu dýra eign hann vill eða getur keypt en jafnframt þarf kaupandi að skoða eignina vel áður en tilboð er gert. Margt annað kemur hér til skoðunar sem kaupandi þarf að hafa í huga. Kaupendur geta leitað sér ráðgjafar hjá fasteignasalanum en honum ber skv. lögum að gæta að hag seljanda jafnt sem kaupanda. En kaupendur hafa fleiri möguleika til að leita sér ráðgjafar.

Í nær öllum fasteignakaupum leita kaupendur ráðgjafar í sínum viðskiptabanka þegar kemur að fjármögnum. Bankarnir fara almennt vel yfir möguleika fólks til að taka lán og upplýsa hvaða lánakjör eru í boði hverju sinni. Þá framkvæma bankarnir greiðslumat fyrir viðkomandi kaupanda. Með þessa ráðgjöf í vasanum eru kaupendur almennt vel upplýstir um mögulega fjármögnun og hvaða skyldur þeir takast á hendur með því að taka fasteignalán.

Það helsta sem vantar upp á er að meta ástand eigna og þá sérstaklega eldri eigna. Almennt er látið nægja að skoða eignina einu sinni áður enn gert er tilboð. Nær undantekningarlaust hefur engin úttekt verið gerð á ástandi eignarinnar. Hér ættu kaupendur í meiri mæli að leita sér aðstoðar fagmanna til að skoða eignina en einnig ættu seljendur að gera þetta. Alltof mörg gallamál eru í gangi á hverjum tíma en með að leita sér ráðgjafar hjá sérfræðingum á byggingarsviði eru kaupendur betur upplýstir um ástand eignarinnar og hvers má vænta þegar kemur að viðhaldi hennar. Þá myndu seljendur einnig losna við deilur um galla og/eða mögulegar efndir.

Annað sem kaupendur mættu íhuga í meiri mæli er að leita sér óháðrar ráðgjafar í öllu heildar ferlinu. Þótt fasteignasalar beri jafnar skyldur gagnvart seljendum og kaupendum gefur það augaleið að það er ekki alltaf auðvelt eða samrýmanlegt fyrir fasteignasala að vera beggja vegna borðsins. Kaupendur þurfa að hafa það hugfast að fasteignasalar fá eignir til sölumeðferðar frá seljendum og það er seljandi fasteignar sem borgar fasteignasalanum launin. Kaupendur ættu því að leita sér ráðgjafar hjá óháðum aðila, t.d. lögmanni.

Hefur þú spurningar um efni greinarinnar eða vantar þig aðstoð? Sendu þá póst á pacta@pacta.is

Alþjóðleg tengsl – The Parlex Group

Pacta er virkur aðili að The Parlex Group sem er alþjóðlegt net 28 lögmannsstofa sem m.a. sérhæfa sig í fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf.

Ný ásýnd Pacta

Hjá Pacta leggjum við metnað okkar í að veita trausta lögfræðiþjónustu sem byggir á reynslu og þekkingu á aðstæðum.

Urðum við skilvísari í Covid?

Á hverju ári tekur Motus saman skýrslu um greiðsluhraða hjá sveitarfélögunum og ber saman við aðra geira.

Við vinnum jafnt með fólki og fyrirtækjum sem fá sömu traustu lögfræðiþjónustu frá fólkinu okkar.    Takk fyrir að
    hafa samband